Upphaf aðventu í rólegheitum

Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 4. desember og miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00.

Sérstakir gestir kórsins á tónleikunum eru Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Flutt verður úrval söng- og kórverka sem koma áheyrendum í hátíðarskap.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt.

Aðgangseyrir er kr. 2.500 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Minnt er á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi kórsins. Fyrir 6500 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar

Kammerkór Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 20:00.

Á efnisskránni eru íslensk og erlend kórverk allt frá miðöldum fram til dagsins í dag.

Þetta eru seinni tónleikar kórsins sem haldnir verða hér á landi þetta vorið. Í júní heldur kórinn svo til Barcelona og syngur sömu efnisskrá í Sagrada Familia og í Santa Maria del Pi.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Almennt miðaverð er 2500 kr. en 1500 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Einnig er minnt á að hægt er að gerast styrktarfélagi kórsins. Fyrir 6500 krónur fá styrktarfélagar tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fæst miðinn á rétt rúmlega 1000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.

Viðburður á Facebook.