Söngvar á vorjafndægri

Kammerkór Hafnarfjarðar, undir stjórn Helga Bragasonar og Kvennakór Garðabæjar, undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur, halda sameiginlega tónleika miðvikudaginn 22. mars kl. 20 í Guðríðarkirkju.

Á tónleikunum verður flutt einstaklega fjölbreytt efnisskrá með íslenskri og erlendri kóratónlist, m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Eric Whitacre, Sephen Paulus, Frode Fjellheim og Morten Lauridsen. Kórarnir syngja eigin efnisskrá auk sameiginlegra laga.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt eftir tónleika.

Aðgangseyrir er 2500 kr. og 1500 kr. fyrir lífeyrisþega.

Fuglar og fiðrildi – og aðrir vorboðar

Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar 2016 bera yfirskriftina Fuglar og fiðrildi og aðrir vorboðar.

Sunnudaginn 1. maí verða þeir haldnir í Vinaminni á Akranesi og hefjast klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis.

Viku síðar, sunnudaginn 8. maí verða þeir haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 20:00. Miðaverð er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Á tónleikunum verða fluttir vorboðar af ýmsum toga, allt frá frönskum madrígölum til laga eftir Billy Joel og Bítlana.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Syngjandi jól í Hafnarborg

Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna.

Kammerkór Hafnarfjarðar stígur á svið klukkan 15:40 og syngur úrval laga af nýafstöðnum aðventu- og jólatónleikum.

Nánari dagskrá má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Stolin stef í Hafnarborg

Stolin stef. Tónleikar í Hafnarborg 15. mars 2015
Stolin stef

Næstu tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg sunnudaginn 15. mars, undir  yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.

Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Við minnum einnig á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi Kammerkórsins. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fær styrktarfélagi hvern miða á 1000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

Kynningarmyndband:

Árshátíð 2015

Árshátíð Kammerkórs Hafnarfjarðar verður haldin laugardaginn 21. febrúar í Bjarkahúsinu að Haukahrauni í Hafnarfirði. (Sjá á korti). Gleðskapurinn hefst klukkan 19:00.

Hver kórfélagi kemur með veitingar til að setja á sameiginlegt hlaðborð. Matarval er frjálst, en gott er að hafa í huga að um einskonar kvöldmat er að ræða. Einnig skal hver og einn koma með sína eigin drykki.

Þema árshátíðarinnar að þessu sinni eru hattar og höfuðföt.

Á árshátíðinni verður sýnt myndband frá Berlínarferðinni síðasta sumar. Einnig má gera ráð fyrir öðrum skemmtiatriðum.

Makar eru hjartanlega velkomnir, sem og gítarar og önnur hljóðfæri.

Gleðilegt ár

Starfsemin er nú að komast í samt lag eftir jólafrí og verkfall.

Fyrsta æfing ársins 2015 verður haldin í kvöld, 7. janúar, á sama stað og tíma og venjulega.

Hausta tekur…

Nú er sumarfríið brátt á enda hjá kammerkórnum.

Fyrsta æfing haustsins verður haldin miðvikudaginn 10. september klukkan 20:00, á sama stað og venjulega.

Sumarfrí

Berlínarferð kammerkórsins tókst með ágætum og heppnaðist einstaklega vel.

Nú er kórinn farinn í sumarfrí, en æfingar hefjast aftur í byrjun september.