Dagskráin í desember

Aðventu- og jólatónleikatörninni er lokið þetta árið. Kórinn er þó fjarri því kominn í jólafrí, því ýmislegt verður á dagskrá í desember.

Laugardaginn 7. desember verða Syngjandi jól haldin í Hafnarborg frá kl. 9:40 til kl. 17:00. Þar munu 23 hafnfirskir kórar og sönghópar koma fram. Kammerkórinn stígur á svið klukkan 16:20.

Á Þorláksmessu, 23. desember, verður farið í friðargöngu um miðbæ Hafnarfjarðar. Eins og undanfarin ár munu félagar úr kammerkórnum leiða sönginn í göngunni. Safnast verður saman við fríkirkjuna í Hafnarfirði og fer gangan af stað klukkan 19:30.

Á aðfangadagsmorgun, 24. desember, mun kórinn svo syngja í sjúkrahúsmessu á Kleppi, eins og venjan hefur verið síðustu árin. Messan hefst að þessu sinni klukkan 11:30.

Fyrir messuna verður haldin stutt æfing í Tónlistarskólanum miðvikudaginn 18. desember kl. 19:30.

Gleðilega aðventu!

Gleðilegt nýtt ár!
Previous post
Aðventu- og jólatónleikarnir 2013
Next post