Haustið 1998 gaf Kammerkór Hafnarfjarðar út geisladiskinn Gaudete! með jólatónlist. Auk kórsins syngja og leika á diskinum Þórunn Guðmundsdóttir, sópran; Helga Loftsdóttir, mezzósópran; Gunnar Gunnarsson, þverflautuleikari; Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari; Lenka Mátéová, orgelleikari; Þröstur Þorbjörnsson, gítarleikari og Jón Björgvinsson, slagverksleikari.

Diskurinn fékk mikið lof gagnrýnenda, sem og annarra tilheyrenda, og hefur talsvert verið leikinn í útvarpi.

Eftirfarandi lög eru á diskinum:

 1. Gaudete! – Úr Piae Cantiones 1582
 2. Borið er oss barn í nótt – Frá Mosburg 1350/Anders Öhrwall
 3. Vögguvísa á jólum – John Rutter
 4. Boðun Maríu – Baskneskt þjóðlag
 5. Heims um ból – Franz Gruber/Gustav Schreck
 6. Blikandi stjarna – Ruben Liljefors
 7. Helgimynd – Frank Martin
 8. Hjarðmennirnir – Frank Martin
 9. Ó, Jesúbarn – Eyþór Stefánsson
 10. Ave maris stella – Piae Cantiones 1582/Heikki Klementti
 11. Blíða nótt, blessaða nótt – Franz Gruber
 12. Ave Maria – Anton Bruckner
 13. Stjörnur ljósar loga – Harold Darke
 14. Vöggusálmur – Amerískt þjóðlag
 15. Jólanótt – Franskt jólalag/Þorkell Sigurbjörnsson
 16. Bíum og bíum – Enskt jólalag/Þorkell Sigurbjörnsson
 17. Heiðra skulum vér – Danskt þjóðlag/Þorkell Sigurbjörnsson
 18. Jól, jól, gleðileg jól – Gustaf Nordqvist
 19. Aðventuljóð – Gustav Brand
 20. Ég hugsandi reika – Amerískt þjóðlag
 21. Hin fyrstu jól – Carl Möller
 22. Kvöldsálmur – Enskt þjóðlag
 23. Kvæðið um Kristslíkamann – Enskt þjóðlag/Trond Kverno

Geisladiskinn, sem kostar 1500 krónur, má kaupa hjá kórfélögum eða panta í netfanginu kammerkor@kammerkor.is.