Syngjandi jól

Kammerkórinn kemur með jólin til Hafnfirðinga laugardaginn 2. desember. Þá verða haldin Syngjandi jól í Hafnarborg.

Kammerkórinn stígur á svið klukkan 15:00 og syngur 20 mínútna langa dagskrá.

Áhugasamir geta skoðað dagskrána nánar á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Syngjandi jól í Hafnarborg

Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna.

Kammerkór Hafnarfjarðar stígur á svið klukkan 15:40 og syngur úrval laga af nýafstöðnum aðventu- og jólatónleikum.

Nánari dagskrá má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæjar.