Helgi Bragason er fæddur árið 1952. Hann stundaði nám í Barnamúsíkskólanum og síðar í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem hann lauk tónmenntakennaraprófi 1974. Hann var í Tónskóla Þjóðkirkjunnar á sama tíma meðal annarra hjá Dr. Róbert A. Ottóssyni, Sigurði Ísólfssyni og Marteini H. Friðrikssyni.

Helgi stundaði nám í kirkjutónlist í Tónlistarháskólanum í Vínarborg 1974-1978 með Dr. Hans Gillesberger, S. J. Hubert Dopf og Alfred Mitterhofer sem aðalkennara. Árin 1978-1984 var Helgi organisti í Njarðvíkurkirkjum og 1984-1997 í Hafnarfjarðarkirkju.

Helgi var yfirkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á árunum 1990-2017.