Fuglar og fiðrildi – og aðrir vorboðar

Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar 2016 bera yfirskriftina Fuglar og fiðrildi og aðrir vorboðar.

Sunnudaginn 1. maí verða þeir haldnir í Vinaminni á Akranesi og hefjast klukkan 17:00. Aðgangur er ókeypis.

Viku síðar, sunnudaginn 8. maí verða þeir haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan 20:00. Miðaverð er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Á tónleikunum verða fluttir vorboðar af ýmsum toga, allt frá frönskum madrígölum til laga eftir Billy Joel og Bítlana.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Syngjandi jól í Hafnarborg

Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna.

Kammerkór Hafnarfjarðar stígur á svið klukkan 15:40 og syngur úrval laga af nýafstöðnum aðventu- og jólatónleikum.

Nánari dagskrá má nálgast á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Stolin stef í Hafnarborg

Stolin stef. Tónleikar í Hafnarborg 15. mars 2015
Stolin stef

Næstu tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hafnarborg sunnudaginn 15. mars, undir  yfirskriftinni Stolin stef. Lögin sem sungin verða á tónleikunum eru öll útsett af Gunnari Gunnarssyni, píanóleikara.

Efnisskráin samanstendur af öllu frá sálmum yfir í djassskotnar dægurlagaútsetningar. Um helmingur laganna er eftir Tómas R. Einarsson, bassaleikara. Því þykir við hæfi að Gunnar og Tómas verði gestahljóðfæraleikarar kórsins á þessum tónleikum.

Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er sem fyrr Helgi Bragason.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 2000 krónur.

Við minnum einnig á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi Kammerkórsins. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fær styrktarfélagi hvern miða á 1000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

Kynningarmyndband:

Berlín

Að loknum vel heppnuðum vortónleikum kammerkórsins í Hafnarfjarðarkirkju tekur nú við útrás til Þýskalands.

Að morgni hvítasunnudags, 8. júní, heldur kórinn af stað til Berlínar, þar sem dvalið verður við leik og störf til 12. júní.

Mánudaginn 9. júní, annan í hvítasunnu, verður sungið við messu í Dómkirkjunni í Berlín og hefst hún klukkan 10:00.

Síðar sama dag heldur kórinn tónleika í Maríukirkjunni í Berlín og hefjast þeir klukkan 15:30. Á þessum tónleikum verður efnisskrá tónleikanna frá 4. júní endurtekin.

Norræn kór- og orgeltónlist 20. aldar

Kammerkór Hafnarfjarðar heldur vortónleika sína í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 20:00.

Viðfangsefnið að þessu sinni eru kórverk norrænna tónskálda frá Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Álandi, landi Samanna og Íslandi.

Á tónleikunum mun Guðmundur Sigurðsson, organisti, leika nokkur orgelforspil. Stjórnandi kammerkórsins er sem fyrr Helgi Bragason.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2000 krónur, en 1500 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara.

Við tökum einnig við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6000 króna áskriftargjald fást tveir miðar á næstu þrenna tónleika kórsins. Á þann hátt fær styrktarfélaginn hvern miða á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.

Næstu tónleikar

Kammerkórinn æfir nú af kappi fyrir tónleikaferðalag til Berlínar í júní.

Tónleikar með efnisskrá Berlínarferðarinnar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 4. júní.

Nánari upplýsingar verða birtar í fyllingu tímans.

Dagskráin í desember

Aðventu- og jólatónleikatörninni er lokið þetta árið. Kórinn er þó fjarri því kominn í jólafrí, því ýmislegt verður á dagskrá í desember.

Laugardaginn 7. desember verða Syngjandi jól haldin í Hafnarborg frá kl. 9:40 til kl. 17:00. Þar munu 23 hafnfirskir kórar og sönghópar koma fram. Kammerkórinn stígur á svið klukkan 16:20.

Á Þorláksmessu, 23. desember, verður farið í friðargöngu um miðbæ Hafnarfjarðar. Eins og undanfarin ár munu félagar úr kammerkórnum leiða sönginn í göngunni. Safnast verður saman við fríkirkjuna í Hafnarfirði og fer gangan af stað klukkan 19:30.

Á aðfangadagsmorgun, 24. desember, mun kórinn svo syngja í sjúkrahúsmessu á Kleppi, eins og venjan hefur verið síðustu árin. Messan hefst að þessu sinni klukkan 11:30.

Fyrir messuna verður haldin stutt æfing í Tónlistarskólanum miðvikudaginn 18. desember kl. 19:30.

Gleðilega aðventu!

Aðventu- og jólatónleikarnir 2013

Hátíð ber að höndum bjarta,
hverfur undan myrkrið svarta,
glaðna tekur guðhrædd þjóð,
geislum lýsist hugarslóð.

Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum mánudaginn 2. desember og þriðjudaginn 3. desember kl. 20.00.

Í þetta sinn flytur Kammerkórinn úrval aðventu- og jólalaga og lofar að koma öllum í hátíðarskap.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Við minnum einnig á að alltaf er tekið við nýjum styrktarfélögum. Fyrir 6.000 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Þannig fæst hver miði á 1.000 krónur. Nánari upplýsingar eru á styrktarfélagasíðunni.