Fyrsta æfing haustsins

Náðst hafa samningar við stjórnandann um að hann snúi til baka af golfvellinum – í það minnsta á miðvikudagskvöldum.

Fyrsta æfing haustsins verður því haldin í Hásölum miðvikudaginn 6. september klukkan 20:00.

Ýmislegt er á dagskrá komandi starfsárs og verður sagt frá því hér á vefnum í fyllingu tímans.

Gleðilegt ár

Starfsemin er nú að komast í samt lag eftir jólafrí og verkfall.

Fyrsta æfing ársins 2015 verður haldin í kvöld, 7. janúar, á sama stað og tíma og venjulega.

Hausta tekur…

Nú er sumarfríið brátt á enda hjá kammerkórnum.

Fyrsta æfing haustsins verður haldin miðvikudaginn 10. september klukkan 20:00, á sama stað og venjulega.

Sumarfrí

Berlínarferð kammerkórsins tókst með ágætum og heppnaðist einstaklega vel.

Nú er kórinn farinn í sumarfrí, en æfingar hefjast aftur í byrjun september.

Gleðilegt nýtt ár!

Fyrsta æfing ársins 2014 verður haldin miðvikudaginn 8. janúar kl. 20:00, á sama stað og venjulega.

Margt spennandi verður á dagskránni fram á vor. Hápunkturinn verður líklega ferðalag til Berlínar í júní.

Sumarfríið á enda

Nú er „sumarið“ senn á enda (ekki að það hafi komið neitt alvöru sumar í Hafnarfirði) og því tími til kominn að hita raddböndin upp fyrir átök vetrarins.

Fyrsta æfing haustsins verður haldin miðvikudaginn 4. september kl. 20:00 á sama stað og venjulega.

Sumarfrí

Að loknum vel heppnuðum tónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju, Hafnarborg og á Grensásdeild er kórinn nú farinn í sumarfrí.

Æfingar hefjast aftur í byrjun september. Margt skemmtilegt verður á dagskrá næsta starfsárs – meðal annars er stefnt að utanlandsferð í júní 2014.

Jóladagskráin

Vel heppnuð aðventu- og jólatónleikatörn er nú að baki. Áður en kórinn fer í jólafrí verða þó tveir hefðbundnir viðburðir.

Á Þorláksmessu, 23. desember, verður farið í kyndilgöngu um miðbæ Hafnarfjarðar. Gangan hefst við Fríkirkjuna klukkan 19:30 og henni lýkur í Jólaþorpinu. Kórfélagar munu leiða sönginn í göngunni, samkvæmt venju síðustu ára.

Á aðfangadag, 24. desember, mun kórinn svo syngja við stutta helgistund á Kleppi, eins og gert hefur verið undanfarin ár. Helgistundin hefst klukkan 14:00.

Fyrir þetta allt saman verður haldin æfing þriðjudaginn 18. desember. Á undan æfingunni verður haldinn fundur þar sem tekin verður ákvörðun um hugsanlega utanlandsferð árið 2013 eða 2014. Fundurinn hefst klukkan 19:30 og verður æfingin í beinu framhaldi af honum.

Nú er komið hrímkalt haust

Nú hafa náðst samningar við stjórnandann um að hann snúi heim af golfvellinum og fari að huga aftur að tónlistinni.

Fyrsta æfing starfsársins verður því haldin miðvikudaginn 5. september kl. 20:00.

Á dagskrá haustsins verður meðal annars verkið Navidad Nuestra eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez.