Kammerkórinn í Hörpu

Laugardaginn 1. desember tekur Kammerkórinn þátt í Afmælissöng Landssambands blandaðra kóra. Afmælissöngurinn fer fram í Hörpuhorni í Hörpu og stendur yfir frá kl. 13:30 til 17:00. Kammerkórinn verður á dagskránni um kl. 14:00.

Tólf kórar koma fram þennan dag og syngur hver kór 15 mínútna dagskrá að eigin vali. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að staldra við lengur eða skemur yfir tónleikatímann.

Afmælissöngurinn er einnig liður í alþjóðlegum degi kórsöngs, World Choral Day, sem alþjóðlegu kórasamtökin IFCM standa að.

Viðburðurinn á Facebook.

Upphaf aðventu í rólegheitum

Aðventu- og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 4. desember og miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00.

Sérstakir gestir kórsins á tónleikunum eru Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari.

Flutt verður úrval söng- og kórverka sem koma áheyrendum í hátíðarskap.

Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt.

Aðgangseyrir er kr. 2.500 og 1.500 fyrir eldri borgara.

Minnt er á að alltaf er hægt að gerast styrktarfélagi kórsins. Fyrir 6500 krónur fær styrktarfélagi tvo miða á næstu þrenna tónleika kórsins. Nánari upplýsingar og eyðublað eru á styrktarfélagasíðunni.